Burður í beinni

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV

Burður í beinni

11.05.2015 - 12:43

Höfundar

RÚV ætlar að sýna beint frá sauðburði í Syðri-Hofdölum í Skagafirði í heilan sólarhring. Útsendingin hefst á hádegi fimmtudaginn 14. maí og henni lýkur á hádegi föstudaginn 15. maí. Norska ríkisútvarpið hefur staðið fyrir svipuðum útsendingum sem notið hafa mikilla vinsælda.

 

Útsendinguna verður á vefnum á forsíðu Rúv.is, í sjónvarpinu á RÚV 2 sem er aðgengileg á myndlyklum Vodafone og Símans, og aðalrás RÚV að hluta til, í lok dagskrár á fimmtudegi og þar til henni er lokið.

Fram kemur á Facebook-síðu RÚV að hægt verði að taka þátt í umræðum með því að nota myllumerkið #beintfráburði.

RÚV ætlar að gefa öllum landsmönnum kost á að fylgjast með sauðburði í beinni útsendingu í heilan sólarhring. Við...

Posted by RÚV on 11. maí 2015

NRK, norska ríkissjónvarpið, hefur boðið uppá svipaðar útsendingar fyrir áhorfendur og þær hafa - nánast án undantekninga - notið mikilla vinsælda.

Í fyrra var til að mynda sjónvarpað beint frá sálmasöng í 60 klukkustundir samfleytt. Fyrir þremur árum sigldi skemmtiferðaskip norður frá Björgvin og fyrir tveimur árum var helgarútsending um eldivið og arineld. Það sama ár sýndi NRK beint frá norsku prjónakvöldi.