Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Búist við 90 prósenta kjörsókn

18.09.2014 - 09:38
epa04404214 Ballot boxes are carried into vans at a depot in Edinburgh, Scotland, 17 September 2014 on the eve of the Scottish independence referendum.   Both sides in the Scottish referendum were holding rallies during the day to win over undecided
 Mynd:
Búist er við 90 prósent kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu Skota í dag um það hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt ríki. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan níu í kvöld, en úrslitin eiga að liggja fyrir snemma í fyrramálið.

Mjög naumt er á mununum og samkvæmt nýjustu skoðanankönnunum er ekki marktækur munur á fylgi þeirra sem vilja sjálfstæði og fylgi andstæðinga sjálfstæðis.

Skoska tennissjarnan Andy Murray gagnrýndi hræðsluáróður andstæðinga sjálfstæðis í morgun og segist vegna hans hafa ákveðið að velja sjálfstætt Skotland. Það er í samhljómi við það sem Alex Salmond, leiðtogi sjálfstæðissinna, sagði í lokaávarpi sínu í gærkvöldi að Skotar eigi ekki að láta stjórnvöld í Lundúnum hræða sig frá því að kjósa sjálfstæði.