Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir hægagang í þessum málum, segir að við blasi að byggja þurfi sérstaklega fyrir þau hundruð manna sem eru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði. Þá verði líka að gera ákak í að fjölga smærri íbúðum - fyrir námsmenn og byggingasamvinnufélög. Vandinn sé gríðarlegur. Guðfinna Jóhanna hefur langa reynslu af húsnæðismálum, bæði á vettvangi stjórsýslunnar og sem lögmaður og ráðgjafi. Eftir að hún var kjörin borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hefur hún beitt sér fyrir því að átak verði gert í húsnæðismálum og hefur gagnrýnt flokkssystur sína, Eygló Harðardóttur, fyrir seinagang.
Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.