Búið er að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi um brúna yfir Núpsvötn. Toyota Land Cruiser fór fram af brúnni á tíunda tímanum í morgun með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lítilsháttar tafir verða eitthvað áfram vegna vinnu starfsmanna Vegagerðarinnar við viðgerðir á handriði.