Búið að finna rafbilun og unnið að viðgerð

16.03.2019 - 19:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Búið er að finna bilunina sem valdið hefur rafmagnsleysi í hluta af Mýrdal. Þar er þó enn straumlaust. Allir viðskiptavinir RARIK í Skaftártungu og Álftaveri eru komnir með rafmagn.

Rafmagn fór af vegna mikillar ísingar í Skaftárhreppi í nótt. Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu. Enn er straumlaust í hluta af Mýrdal, en á vef Rarik sagði síðdegis að bilun væri fundin og viðgerð yrði lokið fyrir kvöldmat. Enn voru 94 viðskiptavinir straumlausir þar.

Í Meðallandi var enn unnið að viðgerð og gert ráð fyrir að henni lyki ekki fyrr en líður á kvöldið. Þar voru enn 34 viðskiptavinir án rafmagns. Rafmagn var hins vegar komið á hjá öllum í Skaftártungu og Álftaveri.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi