Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

BUGL lokuð lengur í sumar en áður

19.05.2010 - 15:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans verður lokuð lengur í sumar en verið hefur. Þjónusta bráðamóttöku verður óbreytt en barnadeild verður lokað í átta vikur í stað fimm vikna áður. Breyting verður einnig á þjónustu göngudeildar sem verður nú í fyrsta skipti lokað í mánuð. Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðlækninga á Landspítalanum, segir að þetta sé liður í hagræðingaraðgerðum á spítalanum en muni ekki bitna á þjónustunni.