Buffon hættir hjá Juventus

epa06327512 Italy's goalkeeper Gianluigi Buffon reacts after the FIFA World Cup 2018 qualification playoff, second leg soccer match between Italy and Sweden at the Giuseppe Meazza stadium in Milan, Italy, 13 November 2017. Sweden won 1-0 on aggregate
 Mynd: EPA

Buffon hættir hjá Juventus

17.05.2018 - 10:12
Ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta lýkur um helgina og tilkynnti Gianluigi Buffon, markvörður og fyrirliði Juventus, á blaðamannafundi í Tórínó í morgun að leikur liðsins gegn Hellas Verona yrði hans síðasti leikur fyrir Ítalíumeistarana. Buffon hefur verið leikmaður Juventus í 17 ár.

„Þetta er sérstakur dagur fyrir mig en ég er glaður. Því ég hef fengið að taka þátt í ótrúlegu ævintýri með fólki sem kunni vel að meta mig. Fyrir það fólk hef ég alltaf reynt að gera mitt allra besta,“ sagði hinn fertugi Buffon á blaðamannafundinum í morgun.

Hann sagði jafnframt að nú væri rétti tíminn til að stíga til hliðar.

„Síðasti leikur minn fyrir Juventus verður á laugardag. Ég held að það sé rétti tíminn til að ljúka þessu frábæra ævintýri. Ég óttaðist að verða leikmaður sem félagið varð að sætta sig við, verða útbrunninn.“

Óvíst er þó hvort Buffon reyni fyrir sér annars staðar en hjá Juventus. Þessi magnaði markvörður er langleikjahæsti landsliðsmaður Ítalíu með 176 landsleiki en hann hefur níu sinnum fagnað Ítalíumeistaratitlinum og fimm sinnum hefur hann orðið bikarmeistari á Ítalíu.