Bubbi og Frelsi til sölu

Bubbi og Frelsi til sölu

17.03.2019 - 14:15

Höfundar

Í Rokklandi dagsins hlusta Bubbi og umsjónarmaður saman á plötuna Frelsi til sölu sem Bubbi sendi frá sér árið 1986.

Árið 1986 var Bubbi búinn að vera að gefa út plötur í 6 ár og plöturnar orðnar 15 talsins á þeim tíma.

Frelsi til sölu er sjöunda sólóplatan hans og er að margra mati ein af hans allra bestu plötum.

Platan er að mestu tekin upp í Svíþjóð og upptökustjóri var svíinn Christian Falk sem var liðsmaður hljómsveitarinnar Imperiet.

Frelsi til sölu er ein pólitískasta plata Bubba og jafnvel sú pólitískasta. Það skemmtilega við hana er að hún talar alveg jafn mikið til samtímans í dag og hún gerði fyrir 33 árum.

Bubbi fjallar á plötunni um spillta pólitíkusa, hvalveiðar, forseta Íslands, sundrungu Evrópu og þjóðernis populisma, um stríðsbrölt, flóttamenn, útlendingahatur, aðgerðaleysi og afstöðuleysi almennings og frelsi til sölu.

Bubbi segir sögurnar á bakvið lögin og frá því sem var að gerast í lífi sínu þegar platan var gerð.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel á aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokklands-hlaðvarpinu í gegnum iTunes. Og hér fyrir neðan er nýjasti Rokkland mælir með-playlistinn á Spotify-

Tengdar fréttir

Tónlist

Keith Flint 1969 - 2019 og Vök

Tónlist

PS & Bjóla á Plasteyju

Tónlist

Um konur, til kvenna og Óskarslögin

Tónlist

Kacey Musgraves og Júníus Meyvant