Bubbi í Borgarleikhúsinu 2008

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Bubbi í Borgarleikhúsinu 2008

17.05.2018 - 15:04

Höfundar

Í konsert í kvöld rifjum við upp útgáfutónleika Bubba úr Borgarleikhúsinu frá 6. júní 2008 þegar hann fagnaði 52ja ára afmælinu.

Þessir útgáfutónleikar voru haldnir í tilefni af útgáfu plötunnar; 4 Naglar sem var nýkomin út og er sólóplata númer 24 í röðinni.

Fjórir Naglar fékk afskaplega góða dóma, 5 stjörnur bæði í Fréttablaðinu hjá Trausta Júlíussynni og í Morgunblaðinu þar sem Jóhann Ágúst Jóhannsson skrifaði um plötuna.

Borgarleikhúsið var þétt setið þetta fína föstudagskvöld þegar tónleikarnir fóru fram. Bubbi og hljómsveitin hans frábæra hafði komið sér fyrir aftarlega á sviðinu og sat og spilaði á spil þegar fólk gekk í salinn. Það var búið að stilla hljófærunum upp, trommusetti, tveimur gíturum og mögnurum, orgeli, píanói, bassa og bassa-magnara, og fyrir aftan græjurnar voru 2 lítil og reynslurik hjólhýsi. Og fyrir framan annað þeirra sátu tónlistarmennirnir við borð og spiluðu spil - Rommí eða Ólsen hugsanlega.

Við rifjum þessa stemningu upp í Konsert á Rás 2 í kvöld kl. 22.05

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]