Bubbi á spítala og spilar ekki í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Bubbi á spítala og spilar ekki í kvöld

18.08.2018 - 16:06

Höfundar

Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi. Hann kemur því ekki fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum í kvöld. Hann greinir frá þessu í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar segist hann undanfarið hafa glímt við kvillann og að ekki hafi tekist að meðhöndla hann fyrir kvöldið.

Tónleikar Bylgjunnar, svokallað Garðpartý, hefjast klukkan 18.10 þegar sveitin Karma Brigade stígur á svið. Bubbi átti að spila með Dimmu klukkan 20.10 en í staðinn treður Dimma upp án hans. Tónleikunum lýkur svo með því að Páll Óskar Hjálmtýsson stígur á svið klukkan 22.15.