Bryan Adams snýr aftur til Íslands

30.06.2014 - 09:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er væntanlegur til Íslands til tónleikahalds þann 9. ágúst næstkomandi. Adams hefur áður komið til Íslands en hann hélt tónleika í Laugardalshöll árið 1991 en þá varð rafmagnslaust í Höllinni.

Adams er einn farsælasti tónlistarmaður allra tíma. Hann hefur selt yfir 100 milljón eintök hljómplatna á 35 ára ferli og átt fjölda laga sem hafa komist í efsta sæti vinsældalista um allan heim.

Árið 1991 var Adams líklega á hátindi ferils síns. Hann hafði þá gefið út plötuna Waking Up the Neighbours en fyrsta smáskífa þeirrar plötu var „(Everything I Do) I Do It For You." Lagið sló rækilega í gegn of varð að lokum vinsælasta lag ársins. Það var í 16 vikur á toppi breska vinsældalistans, sjö vikur á toppi bandaríska listans og níu vikur á toppi þess kanadíska.

Það var því mikil eftirvænting fyrir tónleika Adams þann 17. desember 1991. Laugardalshöll var smekkfull, en því miður fyrir tónleikagesti varð rafmagnslaust áður en Adams gat stigið á svið. Til allrar hamingju höfðu aukatónleikar verið skipulagðir daginn eftir.

Góður rómur var gerður að þeim tónleikum, þar sem 5000 Íslendingar kyrjuðu vinsælustu lög Adams ásamt hinum kanadíska söngvara