
Brutust inn í opinberar vefsíður
Hópurinn sem stóð fyrir árásinni kallar sig Team System DZ að því er fram kemur á vef BBC. Tölvuþrjótarnir hafa áður brotist í vefsíður með svipuðum hætti og birt fjandsamleg skilaboð í garð Ísraels.
Þá varð vefsíða bæjarins Brookhaven í New York-fylki einnig fyrir barðinu á tölvuþrjótunum, hefur BBC eftir New York Post.
Josh Mandel, ríkisféhirðir Ohio, segir á Twitter að með þessu sé öfgaíslam að laumast til Bandaríkjanna og beinir hann skilaboðum sínum til „frelsiselskandi Ameríkana“. Myndin með fréttinni er af John Kasich, ríkisstjóra Ohio, en talsmaður sagði fyrir hans hönd að vefsíða hans verði vöktuð þangað til botn er kominn í málið.
OH Dept of Corrections website right now, this is what you see. Wake up freedom-loving Americans. Radical Islam infiltrating the heartland. pic.twitter.com/dRll4aNiwQ
— Josh Mandel (@JoshMandelOhio) June 25, 2017