Fórnarlömb sprengjuárásanna í Brussel í gær, látnir og slasaðir, komu frá minnst fjörtíu löndum. Þetta segir Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu. Reynders segir afar erfitt að bera kennsl á hina látnu, sérstaklega þá sem létust í sprengingunni á jarðlestarstöðinni. Enn er ekki búið að staðfesta þjóðerni nema eins úr hópi þeirra þrjátíu og fjögurra sem létust. Það er kona frá Perú, sem dó á flugvellinum í Zaventem, þar sem hún var ásamt ungum börnum sínum og eiginmanni.