Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Bruggað í miðbæ Reykjavíkur

09.06.2016 - 17:26
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarvæðinu handtók tvo karlmenn klukkan hálf ellefu í dag vegna gruns um að brugga landa. Í húsnæðinu fundust um það bil 300-400 lítrar af gambra, sem er ósoðinn landi. Einnig fundust tugir lítra af tilbúnum landa. Tæki og tól til bruggunar voru gerð upptæk ásamt öllum landa og gambra. Báðir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu og málið telst upplýst.
Katrín Lilja Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV