Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Brúða með hjartslátt sem róar börn

30.10.2014 - 21:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Rannsóknir sýna að því meiri nærveru sem nýburar fá frá foreldrum sínum því meiri verða lífslíkur þeirra.

Fyrirburar eða börn sem þurfa að dvelja á spítala fyrstu daga ævi sinnar fara oft á mis við þessa mikilvægu nærveru frá foreldri. Því ákvað Eyrún Eggertsdóttir tveggja barna móðir hjá fyrirtækinu RÓRÓ að þróa brúðu sem gefur frá sér hljóð, sem er raunverulegur andardráttur og hjartsláttur manneskju og hefur þann tilgang að róa barnið, veita því öryggistilfinningu og bæta svefngæði þess. Brúðan hefur þegar vakið athygli erlendra virtra barnatímarita og auk þess hefur Eyrún fengið leyfi til að gera rannsókn á notkun brúðunnar með börnum á vökudeild Landspítalans.