
Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður ítrekað lýst yfir áhyggjum af örlögum mannanna í ljósi ofsókna gegn Róhingjum í Mjanmar að undanförnu og hvatt ráðamenn í Indlandi til að leyfa mönnunum að vera þar áfram.
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja hættu á að mennirnir sæti ofbeldi og misþyrmingum. Það sé alls óvíst að yfirvöld í Mjanmar viðurkenni þá sem ríkisborgara.
Róhingjar á Indlandi hafa víða sætt ofsóknum undanfarin tvö ár þar sem herskáir hópar hindúa hafa verið fremstir í flokki. Í ágúst í fyrra tilkynnti indverska stjórnin að þeim sem dveldu ólöglega í landinu yrði vísa úr landi, þar á meðal um 40.000 Róhingjum, þrátt fyrir að um 16.500 þeirra væru skráðir sem flóttamenn í bókum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, segir alla Róhingja ólöglega í landinu og fyrirskipaði um mánaðamótin söfnun upplýsinga um þá sem þar dveldu.