Það var heilmikið af stórafmælum og tímamótum til umfjöllunar á árinu. SSSÓL varð 30 ára og því var fagnað. Dögun Bubba, Í Fylgd með Fullorðnum Bjartmars og Leyndarmál Grafíkur, já og Joshua Tree U2 urðu allar 30 ára og það var haldið upp á það. Það var líka haldið upp á 10 ára afmæli útgáfnnar Record Records og 40 ára afmæli Mezzoforte.
Rokkland fór á Eistnaflug, fór til Færeyja á Færeysku tónlistarverlaunin, á Secret Solstice, Airwaves auðvitað og Sónar, ÍTV og hingað og þangað.
Rokkland tók líka ofan fyrir þeim sem kvöddu á árinu, t.d. Chris Cornell, Glen Campbell og Tom Petty.
Í þessum þætti heyrum við brot af því besta frá Rokklandi 2017.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]
Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokkland hlaðvarpinu í gegnum Itunes.