Bríet, Bubbi og Brek með nýtt

Mynd: RUV / Ómissandi fólk

Bríet, Bubbi og Brek með nýtt

13.02.2020 - 05:25

Höfundar

Nú verður kveikt á kertum því það er heldur betur fullorðinslegt lagavalið í Undiröldunni að þessu sinni en hún sem verður helguð rólegheita pabbarokki og afslappaðri folktónlist að þessu sinni. Þetta skýrist helst á útgáfu vikunnar sem hefur að miklu leyti verið á hlýlegum nótum og ekki veitir af í vetrarkuldanum.

Bríet - Ómissandi fólk

Hljómskálinn hóf göngu sína á ný á sunnudagskvöld. Ein af þeim sem komu fram var tónlistar- og söngkonan Bríet sem flutti lagið Ómissandi fólk eftir Magnús Eiríksson.


Ragnar Ólafsson - Southern Nights

Southern Nights er fyrsta smáskífan af annarri sólóplötu Ragnars Ólafssonar sem er væntanleg seinna á árinu 2020. Southern Nights og öll lögin á plötunni voru samin á báti á Mississippi-fljóti sumarið 2017.


Bubbi Morthens - Skríða

Bubbi Morthens gaf út þrítugustu og þriðju hljóðversplötu sína, Regnbogans stræti, síðasta sumar. Af plötunni hafa vakið athygli lögin Velkomin, dúettinn Án þín, Regnbogans stræti og Límdu saman heiminn minn. Nú er komið að fimmta slagaranum af plötunni, laginu Skríða, sem er grípandi slagari.


Þórhallur Ingi Sigurjónsson - Bad Billioners

Þórhallur Ingi Sigurjónsson syngur og leikur á kassagítar í lagi sínu Bad Billioners en með honum eru Ásmundur Jóhannsson á slagverk og bassagítar; Sigurgeir Sigmundsson á kassa-, rafmags- og slæd-gítar; Nikulás Róbertsson á hammond; og Brynjar Páll Björnsson í bakröddum.


Oscar Leone - Take the Season

Pétur Óskar Sigurðsson leikari hefur sent frá sér lagið Take the Season af plötunni Legend of the Three Stars en hann vinnur undir hliðarsjálfinu Oscar Leone.


Brek - Um nýliðinn dag

Hljómseitin Brek var stofnuð árið 2018 af þeim Hörpu Þorvaldsdóttur, söngkonu og píanóleikara, Jóhanni Inga Benediktssyni gítarleikara og Guðmundi Atla Péturssyni mandólínleikara. Lagið Um nýliðnn dag er það fyrsta sem sveitin sendir frá sér í upphafi árs.


Fríða Dís - Blátt portrett

Fríða Dís er kannski þekktust úr Klassart, Eldum og Trilogiu. Nú hefur Fríða Dís aftur á móti snúið sér að sólóferli í bili og sent frá sér sína fyrstu plötu sem ber heitið Myndaalbúm en Blátt portrett er einmitt tekið af henni.