Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Breskir fjölmiðlar fjalla um slysið

27.12.2018 - 14:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um banaslysið við Núpsvötn þar sem þrír ferðamenn létust og fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Talið er að ferðamennirnir hafi verið frá Bretlandi. „Okkur hefur ekki tekist að ræða við hina slösuðu um hvað gerðist,“ hefur vefur BBC eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni lögreglunnar á Suðurlandi.

Á vef BBC kemur fram að talið sé að bílinn hafi fallið átta metra þegar honum var ekið í gegnum vegrið á brúnni og út af henni. „ Við áttum erfitt með að ná fólkinu út,“ hefur BBC eftir Adolfi Inga Erlingssyni, leiðsögumanni, sem var meðal þeirra fyrstu á vettvang.

Vefur Independent, Mirror, Guardian og Washington Post hafa einnig fjallað um slysið. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV