Breskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um banaslysið við Núpsvötn þar sem þrír ferðamenn létust og fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Talið er að ferðamennirnir hafi verið frá Bretlandi. „Okkur hefur ekki tekist að ræða við hina slösuðu um hvað gerðist,“ hefur vefur BBC eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni lögreglunnar á Suðurlandi.