Breiðholtsumfjöllun í upphrópunarstíl

Mynd:  / 

Breiðholtsumfjöllun í upphrópunarstíl

10.11.2016 - 15:51

Höfundar

„Þessi fréttaflutningur í upphrópunarstíl af félagslegum vandamálum í Breiðholti getur ýtt undir stimplun, að ungmenni loki sínum eigin dyrum,“ segir Helga Sigurjónsdóttir, félagsráðgjafi í Efra-Breiðholti.

Skýrsla Rauða krossins um lakast settu íbúa Reykjavíkur hefur vakið mikla athygli en þar kom meðal annars fram að ástandið væri mjög slæmt í Fellahverfi og mikið um félagsleg vandamál. Borgarstjóri hefur boðað nýja aðgerðaáætlun fyrir hverfið en Helga segir ýmis úrræði í boði nú þegar, meðal annars námsúrræði fyrir einstæða foreldra. 

Frá fjárhagsaðstoð í doktor

Fyrir tuttugu árum var Eva Heiða Önnudóttir einstæð móðir í Fellahverfi en hún fékk námsstyrk frá borginni til að klára framhaldsskólann. Í kjölfarið fór hún í háskóla og er í dag nýdoktor í stjórnmálfræði og þekktur stjórnmálarýnir í fjölmiðlum. Hún segir aðstoðina frá borgina hafa hjálpað sér mikið á sínum tíma og finnst mikilvægt vekja athygli á úrræðinu. „Lengi vildi ég ekki hafa hátt um þetta, en nú finnst mér mikilvægt koma því á framfæri að það er engin skömm í því þiggja fjárhagsaðstoð til að klára nám,“ segir Eva.

Helga segir mikilvægt að fólk eins og Eva Heiða stígi fram til að ungmenni í Efra-Breiðholti hafi fyrirmyndir að líta upp til. Hún segir einnig að ýmis úrræði séu til staðar fyrir íbúa hverfisins, til að mynda sé skimað eftir kvíða og þunglyndi hjá öllum 9. bekkingum og gripið inn í ef þurfa þykir. Þá séu úrræði eins og Tinna fyrir einstæða foreldra, Grettistak og Geðheilsustöð Breiðholts.

Getum látið drauma rætast

Bæði Helga og Eva eru sammála um að orðræða og fjölmiðlaumfjöllun í upprhópunarstíl geti haft slæm áhrif á börn í ungmenni í hverfinu sem lokist inni í þeim hugarheim að það verði aldrei neitt úr þeim. „Við getum látið drauma okkar rætast og þó við þurfum stundum aðstoð til þess er það ekkert til að skammast sín fyrir,“ segir Eva Heiða að lokum.

Rætt var við Evu Heiu Önnudóttir doktor í stjórnmálafræði og Helgu Sigurjónsdóttur félagsráðgjafa í Samfélaginu.

 

 

 

Tengdar fréttir

Reykjavíkurborg

Boðar nýja aðgerðaáætlun fyrir Breiðholt

Innlent

Unnið að félagslegum jöfnuði í Breiðholti

Innlent

Meiriháttar vandi í uppsiglingu í Breiðholti