Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Breiddu yfir sígilt jólalag Ragga Bjarna

Mynd: RÚV / RÚV

Breiddu yfir sígilt jólalag Ragga Bjarna

16.12.2017 - 09:30

Höfundar

Jólin eru svo sannarlega tími Sigurðar Guðmundssonar og Sigríðar Thorlacius en þau voru gestir Popplands á Rás 2 í dag. Þar tóku þau meðal annars ábreiðu af jólalaginu sígilda „Er líða fer að jólum“ sem Ragnar Bjarnason gerði vinsælt á níunda áratugnum og hljómar enn í eyrum flestra Íslendinga í aðdraganda jólanna.

„Þetta er geggjað lag,“ segir Sigríður Thorlacius um lagið, sem er eftir Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson og kom upphaflega út á plötunni Í hátíðarskapi árið 1980 í flutningi Ragnars Bjarnasonar. „Ef Raggi er að hlusta þá er þetta fyrir hann,“ sagði Sigurður Guðmundsson.

Sigríður og Sigurður sendu frá sér nýtt lag nú í desember, líkt og þau hafa gert undanfarin fjögur ár fyrir jólin en þau koma fram á hátíðartónleikum í Eldborg í Hörpu á mánudaginn.

Þau mættu ásamt hljómsveit í Stúdíó 12 og tóku nokkur lög í beinni útsendingu í Popplandi. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af heimsókninni í heild sinni.

Mynd: RÚV / RÚV

 

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Það er til fullt af góðum jólalögum

Tónlist

„Það er bara gaman að búa eitthvað til“

Tónlist

Klassart í Stúdíói 12

Tónlist

Hafdís Huld í Stúdíói 12