Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Bréf Sigmundar til Netanyahu

23.07.2014 - 17:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, skrifaði í dag Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bréf þar sem hann hvatti til þess að komið yrði á friði á Gaza-svæðinu. Hann lýsti yfir miklum áhyggjum af því að saklausir borgarar - konur og börn - væru að deyja í árásum Ísraelshers.

Sigmundur segir að eins og Netanyahu viti tengist Ísland og Ísrael sterkum vinaböndum. Ísland hafi verið fremst í flokki hjá SÞ þegar Ísraelsríki var stofnað 1948.

Sigmundur segir enn fremur að Íslendingar virði rétt Ísraels til að verja sig árásum Ísraelshers verði hins vegar að linna. Hið mikla mannfall í röðum almennra borgara sé óhugnanlegt sem og staða mannréttindamála. Ísrael beri ábyrgð á þeim mikla herafla sem beitt hafi verið á Gaza.

Sigmundur segir að vinir verði að vera hreinskiptir hvor við annan. Þess vegna biðli hann til Netanyahu um að Ísrael axli ábyrgð og hætti öllum stríðsrekstri á Gaza og gefi mannréttindasamtökum tækifæri til að vinna sitt starf.

Skrifstofa forsætisráðuneytisins í Ísrael hefur staðfest að það hafi fengið bréfið í hendurnar.