Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bræðslu-upphitun!

Mynd með færslu
 Mynd: Bræðslan

Bræðslu-upphitun!

26.07.2018 - 12:17

Höfundar

Í Konsert vikunnar rifjum við upp þrenna frábæra tónleika úr Bræðslusögunni.

Tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram núna um helgina í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði eystra.

Bræðslan hefur verið haldin óslitið síðan árið 2005, en það ár kom Emilina Torrini heim í sveitina til ömmu sinnar og hélt tónleika í þessum gamla síldarbræðslu-bragga. Síðan þá hafa heimamenn, Magni Ásgeirsson og fjölskylda haldið góðu lífi í Bræðslustemningunni og Bræðslan fyrir löngu orðinn fastur liður í tónleikahaldi Íslendinga.

Á Bræðslunni hafa margir af okkar bestu listamönnum spilað í gegnum tíðina og við ætlum að rifja upp þrenna frábæra tónleika frá Bræðslunni í kvöld.

Fyrst eru það Hjálmar 2011, þá Valgeir Guðjónsson (2012) og að endingu Megas og  Senuþjófarnir (2007).

Rás 2 hefur sent út beint frá Bræðslunni allar götur síðan 2006 og það verður engin undantekning á því í ár. Á laugardagskvöld spila á Bræðslunni: 
Emmsjé Gauti
Between Mountains
Atom Station
Daði Freyr
Agent Fresco
...og Stjórnin sem fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Tengdar fréttir

Tónlist

Moses í Háskólabíó 22. sept 2017

Tónlist

Síðan Skein Sól í 30 ár

Tónlist

Sweden Rock og Roskilde

Tónlist

Iron & Wine í Genf