Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bow to String

Mynd: RÚV / RÚV

Bow to String

31.08.2018 - 19:07

Höfundar

Bow to String, 3. kafli: Air to Breath (2010) eftir Daníel Bjarnason.

Daníel Bjarnason (f. 1979) hefur hlotið mikið lof fyrir tónsmíðar sínar undanfarin ár. Má þar nefna fiðlukonsert hans sem var frumfluttur í Los Angeles fyrir ári síðan, og óperuna Brothers sem vakti mikla hrifningu á Listahátíð í Reykjavík fyrr á þessu ári. Bow to String var samið árið 2010 og kom út á geisladiski Daníels, Processions, sama ár. Verkið er samið handa Sæunni Þorsteinsdóttur og er það til í fjórum gerðum: fyrir einleiksselló (þar sem sellóið spilar „með sjálfu sér“ og myndar þannig heila sellósveit, þökk sé upptökutækni nútímans), selló og kammersveit, selló og fullskipuð sinfóníuhljómsveit (sú gerð sem flutt er hér í kvöld) og loks útsetning fyrir 46 strengjahljóðfæri.


Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV tóku í þriðja sinn saman höndum og gáfu landsmönnum kost á að ráða efnisskránni á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á nýju starfsári. Í þetta sinn gafst almenningi færi á að velja uppáhalds íslensku tónsmíðina sína í tilefni 100 ára fullveldisafmælis. Hljómsveitarstjóri var Daníel Bjarnason.