Börn flóttamanna deyja úr kulda og vosbúð

15.01.2019 - 10:43
Mynd með færslu
Kalt hefur verið í flóttamannabúðum í Sýrlandi og grannríkjum undanfarna daga. þessi mynd var tekin í flóttamannabúðum í Bekaa-dal í Líbanon í síðustu viku. Mynd:
Að minnsta kosti fimmtán börn flóttamanna hafa dáið úr kulda og vosbúð og vegna skorts á læknisþjónustu í Sýrlandi á undanförnum vikum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun.

Átta hefðu dáið úr kulda í Rukban-flóttamannabúðunum í suðausturhluta Sýrlands, en sjö á vergangi, á flótta vegna bardaga vopnaðra sveita undir forystu Kúrda við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins við bæinn Hajin í austurhluta landsins. Um 10.000 almennir borgarar hafa flúið Hajin og nágrenni undanfarinn mánuð.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi