Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Borgin styður RIFF

Mynd með færslu
 Mynd:

Borgin styður RIFF

27.02.2013 - 21:03
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að styðja Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík áfram. Þetta var ákveðið á fundi menningar- og ferðamálaráðs.

Einar Örn Benediktsson, formaður ráðsins, segir að ráðið hafi verið einhuga í afstöðu sinni. Styrkurinn nemur níu milljónum króna. Eftirlitsnefnd á vegum borgarinnar skilaði minnisblaði fyrir nokkru þar sem gerðar voru athugasemdir við starfsemi hátíðarinnar. Einar segir að þær hafi aðallega snúið að stjórnarfyrirkomulag og starfsmannastefnu fyrirtækisins sem sér um hátíðina. Hann segir að ráðið hafi verið fullvissað um að ráðin hafi verin bragarbót á þessum vanköntum og því vilji Reykjavíkurborg styðja hátíðina áfram eins og hún hafi gert á síðustu árum.