Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Borgarstjórn vill lögleiða NPA þjónustu

04.10.2016 - 16:24
Yfirgefinn hjólastóll á auðum vegi.
 Mynd: Pixabay
Borgarstjórn samþykkti í dag einróma að skora á Alþingi að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, við fatlað fólk.

 

Tillagan beinir jafnframt því til Alþingis að sveitarfélögum verði tryggt nægjanlegt fjármagn til verkefnisins.

Ályktunin er svohljóðandi:

„Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að lögfesta NPA, tryggja sveitarfélögum nægilegt fjármagn til að stuðla að fullnægjandi þjónustu og setja leiðbeinandi reglur um þjónustuna með jafnræði að markmiði. Hér er um að ræða þjónustu sem er fötluðu fólki ákaflega mikilvæg og byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Staðið hefur til síðan í lok árs 2014 að lögfesta NPA í kjölfar tilraunaverkefnis sem hófst árið 2011. Framlenging tilraunaverkefnisins rennur út um áramótin og ljóst að margir búa nú við óvissu sem nauðsynlegt er að bregðast við. Þess vegna skorar borgarstjórn á Alþingi að klára málið tafarlaust.“

 

 

Jón Þór Víglundsson
Fréttastofa RÚV