Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Borgarísjaki skammt frá Hrísey

26.09.2018 - 11:55
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Antonsson - RÚV
Nokkuð stór borgarísjaki sést nú við Hrólfssker í Eyjafirði, rétt norðan við Hrísey. Ísjakinn sést vel frá Dalvík, að sögn Freys Antonssonar, hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. Hann telur að ísjakinn standi hátt í 20 metra upp úr sjó.

Freyr sá ísjakann þegar hann var með hóp í hvalaskoðun í morgun. Hann grunar að ísjakinn sé strandaður á grynningum. Freyr segir að íshraun sé í kringum jakann og erfitt sé að komast mjög nálægt á skipum. Hann fór með ferðamenn að ísjakanum á stórum slöngubát og tók meðfylgjandi myndir. 

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Antonsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Antonsson - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Antonsson - RÚV
jonthk's picture
Jón Þór Kristjánsson
Fréttastofa RÚV