Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Borgarfjörður eystri sambandslaus með öllu

31.10.2014 - 18:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Bilun hefur komið upp í stofnkerfi Mílu á Austurlandi, við Borgarfjörð eystra og þangað næst ekki símasamband. Líklegt er að um slit á ljósleiðara sé að ræða, en bilanagreining stendur yfir. Viðgerðamenn eru lagðir af stað á svæðið. Ófært er til Borgarfjarðar en óveður er á Vatnsskarði eystra.