Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Borgarbúar hvattir til matjurtaræktunar

15.04.2014 - 16:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag var samþykkt að hvetja borgarbúa til matjurtaræktunar á opnum svæðum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram og allir borgarfulltrúar greiddu henni atkvæði.

„Víða um borgina eru opin svæði sem henta til matjurtaræktunar. Lagt er til að auglýst verði eftir hugmyndum frá borgarbúum um svæði sem áhugi er fyrir að nýta til ræktunar," segir í tillögunni. Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar útfærir hugmyndina. Í nýsamþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir borgarbúskap og matjurtargörðum á opnum svæðum víðsvegar um borgina. Nánar um þetta í kaflanum „Græna borgin“ í Aðalskipulaginu.

„Í tengslum við það verkefni bjóði Reykjavíkurborg borgarbúum upp á fræðslu í matjurtaræktun til dæmis með því að opna símalínu, halda námskeið og opna vefsíðu með gagnlegum upplýsingum um matjurtaræktun á opnum svæðum. Fræðslustarfið miði einnig að því að veita upplýsingar um ræktun á svölum fjölbýlishúsa. Veittar verði upplýsingar um burðargetu svala og hvaða jurtir henti best til ræktunar á svölum."

Í sömu umræðum hvöttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess að starfsemi Skólagarða Reykjavíkur verði endurvakin sem var felld. 

Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundum í beinni útsendingu á vef Reykjavíkur

[email protected]