„Þetta er öðruvísi eldað og öðruvísi kryddað en ég átti von á," segir Ásthildur Bjarnadóttir gestur í miðaldaveislu.
Miðaldakvöldverður er eins og gefur að skilja töluvert frábrugðinn hefðbundnum nútímakvöldverði. Engar skeiðar voru til á miðöldum svo gæsasúpan er drukkin úr skál og ekki voru heldur til servíettur svo gestir þurfa að temja sér að þurrka af höndum og munni í borðdúkinn. Starfsstúlkur í búningum í miðaldastíl þjóna til borðs.
Landinn skellti sér í veislu og fékk innsýn í matarhefð Íslendinga.