Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Bono segir að tónlist sé orðin „stelpuleg“

epa06107233 Singer of Irish rock band U2, Bono delivers a speech after a meeting with the French President Emmanuel Macron at the Elysee Palace in Paris, France, 24 July 2017.  EPA/JULIEN DE ROSA
 Mynd: EPA

Bono segir að tónlist sé orðin „stelpuleg“

28.12.2017 - 16:41

Höfundar

Söngvarinn Bono segir að tónlist sé orðin mjög stelpuleg í löngu viðtali við tímaritið Rolling Stone. Hann segir að ungir menn þurfi að finna reiðinni farveg í gegnum tónlist, en rokkið hafi þokast undan hvað það varðar.

Hinn fimmtíu og sjö ára gamli söngvari U2 fer um víðan völl í viðtalinu en hann virðist hafa áhyggjur af stöðu rokktónlistarinnar í dag. „Tónlist hefur orðið mjög stelpuleg. Það hefur sínar jákvæðu hliðar, en hip-hop tónlist er eini vettvangurinn fyrir unga reiða karlmenn nú um stundir – og það er ekki gott,“ segir Bono.

Í viðtalinu útskýrir Bono ekki frekar hvað hann eigi við með því að tónlist sé orðin „stelpuleg“, en hann segist sjálfur hafa tekist á við reiði þegar hann var ungur. „Þegar ég var sextán ára ólgaði í mér reiðin,“ segir hann í viðtalinu.

epa06266489 Bono (L), singer of the Irish rock band U2, and bassist Adam Clayton (R) perform on stage at the National Stadium in Santiago de Chile, Chile, 14 October 2017. The concert is part of The Joshua Tree Tour 2017, which commemorates the 30th
 Mynd: EPA
U2 á tónleikum í Chile.

Bono spyr um hvað rokktónlist snúist þegar öllu er á botninn hvolft – og hefur svarið á reiðum höndum: „Reiðin er kjarni hennar. Sum rokktónlist býr yfir þessu, þess vegna voru The Who svo frábær hljómsveit. Eða Pearl Jam. Eddie hefur reiðina.“

Hann huggar sig við það að sonur hans, Elijah, hafi mikla trú á framtíð rokktónlistarinnar. „Hann heldur að rokkbylting sé handan við hornið.“