Bólusetningarmálið mikla

Mynd: RÚV / RÚV

Bólusetningarmálið mikla

05.09.2018 - 11:41
Bólusetningar, eins spennandi og þær hljóma, hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. Sú tillaga var lögð fram í borgarstjórn Reykjavíkur að gera ætti það sem skyldu að barn sé bólusett til þess að það fái inngöngu í leikskóla.

Tillagan, sem að var að vísu felld á fundi borgarstjórnar í gær, hefur að vonum vakið upp spurningar og umræður, er það yfirhöfuð löglegt að meina barni inngöngu í leikskóla sé það óbólusett?

Pétur Marteinn segir almenna borgarar í raun mega gera það sem þeir vilja nema það sé bannað sérstaklega í lögum. Þessu er öfugt farið með stjórnvöld, þau þurfa að hafa heimild í lögum fyrir öllum sínum gjörðum. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að þú mátt ekki gera það sem að þér er bannað að gera eða það sem er falið öðrum í lögum. 

Landlækni og sóttvarnarlækni er falið að fylgjast með upplýsingum um bólusetningar og þar af leiðandi væri hægt að komast að þeirri niðurstöðu að sveitarfélag mætti ekki nýta sér þær upplýsingar. 

Mynd með færslu
 Mynd: CDC/Dr. Heinz F. Eichenwald - Wikimedia Commons
Mislingaútbrot

Inn í þessa lagalegu hlið fléttast svo auðvitað sú umræða um það sem að talið er æskilegt. Óbólusettir einstaklingar geta að sjálfsögðu valdið vandræðum en ef ákveðinn fjöld er bólusettur virkar það sem bólusetning fyrir alla, æskileg mörk fyrir mislinga eru að 95% séu bólusettir. 

Fram kemur hins vegar í tillögunni að aðeins 91% sé fullbólusett, sem er samkvæmt þessum staðli ófullnægjandi. Þó telur landlæknir ekki þörf á því á þessu stigi máls að gera bólusetningar skyldubundnar. 

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson er gestur í Núllinu á miðvikudögum þar sem að hann fer yfir ýmis mál hverrar stundar. Hægt er að hlusta á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

Tengdar fréttir

Innlent

Gleyma að mæta í bólusetningar með börn sín