Bókin Hrunadans og horfið fé eftir Styrmi Gunnarsson fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, rauk í fyrsta sæti metsölulista Eymundssonar sem birtur er í dag. Bókin hefur að geyma úttekt Styrmis úr Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í bókinni fjallar Styrmir um bankana, einkavæðingu þeirra og starfssemi. Einnig dregur hann fram þátt annarra í hruninu. Má þar nefna útrásarvíkinga, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann, ríkisstjórn landsins, fjölmiðla og hjarðhegðun þjóðarinnar.