Blóðbankinn hefur kallað inn blóðgjafa til að birgja sig upp af blóði vegna alvarlegs rútuslyss sem varð skammt frá Kirkjubæjarklaustri um ellefuleytið í morgun. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að ekki hafi verið sent neyðarkall á blóðgjafa en þeim þó gert viðvart. Bankinn taki fengishendi á móti blóðgjöfum í flokki O.