Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Blóðbankinn kallar inn blóðgjafa vegna slyss

Mynd með færslu
 Mynd: Rúv
Blóðbankinn hefur kallað inn blóðgjafa til að birgja sig upp af blóði vegna alvarlegs rútuslyss sem varð skammt frá Kirkjubæjarklaustri um ellefuleytið í morgun. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að ekki hafi verið sent neyðarkall á blóðgjafa en þeim þó gert viðvart. Bankinn taki fengishendi á móti blóðgjöfum í flokki O.

Þá hefur verið ákveðið að Blóðbankinn verði opinn fjórum klukkutímum lengur en venjulega, til klukkan sjö í kvöld. Blóð í flokki O er hægt að nota fyrir alla sjúklinga, óháð því í hvaða blóðflokki þeir eru. Gert er ráð fyrir að komið verði með fyrsta fólkið úr rútuslysinu á Landspítalann eftir um hálftíma.