Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Blóðbaðið heldur áfram í Papúa

24.09.2019 - 12:38
epa07863940 Smoke rise from a burning building during a violent rally in Wamena, Papua Province, Indonesia, 23 September 2019. According to media reports, a soldier was killed during fresh violent protest in Papua. Indonesian government tighten security in Papua and West Papua province amid continuing unrest that was triggered by accusations that security forces insulted Papuan students in Surabaya, East Java.  EPA-EFE/MISAEL NOEL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti þrjátíu hafa látið lífið og tugir særst undanfarna tvo sólarhringa í óeirðum í Papúa héraði í Indónesíu. Kveikt hefur verið í húsum og fólk brennt inni í þeim.

Talsmaður mannréttindasamtakanna Amnesty International í Indónesíu segir að óeirðirnar séu hinar mannskæðustu í héraðinu síðastliðna tvo áratugi.  Hann krefst þess að óháð rannsókn fari fram á atburðunum í Papúa undanfarnar vikur.

Haft er eftir talsmanni indónesíska hersins að flestir þeirra sem hafa fallið í óeirðunum að undanförnu séu flóttamenn og innflytjendur frá nágrannaríkjum Indónesíu í suðausturhluta Asíu. Um fjögur þúsund íbúar héraðsins hafa leitað skjóls vegna ástandsins í herbúðum, á lögreglustöðvum og í stjórnsýslubyggingum. Flestir þeirra komu til Papúa sem flóttamenn.