Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Blindir sjá myndir með hjálp Facebook

05.04.2016 - 06:10
epa04091104 The Facebook and WhatsApp app icons are displayed on an iPhone in New York, New York 20 February 2014. Facebook announced that it acquired the globally popular messaging system WhatsApp for 19 billion dollars. Facebook paid 12 billion dollars
 Mynd: EPA
Samfélagsmiðillinn Facebook hóf notkun á nýrri tækni í gær sem gerir sjóndöprum kleift að njóta ljósmynda á síðunni. Hún virkar þannig að vélin lærir að þekkja hluti á myndum og lýsir þeim upphátt. Tæknin var prófuð í snjalltækjum sem keyra á stýribúnaði Apple og skjástillingar á ensku.

Facebook áformar að bæta við fleiri stýrikerfum og tungumálum við getu tækninnar. AFP hefur eftir starfsmanni Facebook að fyrirtækið ætli að fara sér hægt í að opinbera tæknina fyrir almenningi þar til hún verður orðin fullkomin. 

 

Today we’re proud to introduce automatic alternative text, a new feature that provides people who are visually impaired with descriptions of a photo’s content using advancements in object recognition technology. For more info, stop by Facebook Accessibility.

Posted by Facebook on 4. apríl 2016

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV