Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Blés á óánægju með Icesave-dóminn

16.03.2016 - 14:46
Mynd: kastljós / kastljós
Icesave-deilan er stærsta málið sem EFTA-dómstóllinn hefur tekið fyrir. Niðurstaðan varð Íslandi í hag, þrátt fyrir mikinn pólitískan þrýsting frá Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu. Svisslendingurinn Carl Baudenbacher hefur verið forseti dómstólsins frá 2003 og telur stöðu hans síst veikari en Evrópudómstólsins, þrátt fyrir stærðarmuninn. Gæði dóma snúist ekki um stærð.

 Baudenbacher segist vissulega hafa orðið var við óánægju með úrskurðinn, en gagnrýnisraddirnar hafi ekki verið háværar.

„Enginn ræddi beint við mig, nema í garðveislu í Brussel - þar kom hátt settur embættismaður hjá Evrópusambandinu að máli við mig
og lýsti óánægju sinni með úrskurðinn. Ég brást strax við og sagði honum að svona gæti hann ekki talað við mig, það væri algerlega óviðeigandi. Það var nóg. Ég heyrði frá diplómötum bak við tjöldin að einhver umræða hafi verið, en að endingu sættu allir sig við úrskurðinn.“

Rætt verður við Baudenbacher í Kastljósi í kvöld.

thoraa's picture
Þóra Arnórsdóttir
Fréttastofa RÚV