Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Blatter yfirheyrður - húsleit hjá FIFA

25.09.2015 - 15:06
Erlent · fifa · Evrópa
epa04948802 (FILE) A file picture dated 02 June 2015 of FIFA President Joseph Blatter during a press conference at the FIFA headquarters in Zurich, Switzerland. The Office of the Attorney General of Switzerland (OAG) on 24 September 2015 has opened
Sepp Blatter. Mynd: EPA - KEYSTONE FILE
Embætti ríkissaksóknara í Sviss tilkynnti í dag að Sepp Blatter, forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, sætti rannsókn vegna gruns um fjármálamisferli og að hafa brugðist skyldum sínum sem yfirmaður sambandsins.

Blatter hefði verið yfirheyrður í dag og húsleit gerð í höfuðstöðvum FIFA. Leitað hefði verið á skrifstofu Blatters og lagt þar hald á gögn.  

Blatter væri meðal annars grunaður um að hafa árið 2011 greitt Michel Platini, forseta evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, ólöglega tvær milljónir svissneskra franka, jafnvirði rúmlega 260 milljóna króna. Greiðslan hefði verið fyrir störf á tímabilinu milli janúar 1999 og júní 2002.

Rannsókn málsins snýr einnig að sjónvarpssamningi sem hann gerði við Jack Warner, fyrrverandi stjórnarmanni í FIFA og þáverandi forseta CONCACAF.

Ljóst er að málið gæti komið sér afar illa fyrir Platini, sem hingað til hefur ekki verið bendlaður við spillingu opinberlega, en hann hefur þótt líklegur arftaki Blatter, sem hættir sem forseti FIFA á næstu mánuðum. 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
haukurhardarson's picture
Haukur Harðarson
íþróttafréttamaður