Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Blatter kannski hættur við að hætta

14.06.2015 - 01:45
Erlent · fifa
epa04793363 (FILE) A file picture dated 28 September 2012 of FIFA President Joseph Blatter (front) and Walter De Gregorio (back), FIFA's Director of Communications and Public Affairs, arriving for a press conference after a meeting of the FIFA
Blatter og de Gregorio árið 2012. Mynd: EPA - KEYSTONE FILE
Sepp Blatter gæti sóst eftir því að halda stöðu sinni sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Þetta hefur svissneska dagblaðið Schweiz am Sonntag eftir heimildamanni sínum sem er náinn Blatter.

Innan við tvær vikur eru síðan Blatter sagði upp starfi sínu, en hann mun sitja á stóli forseta þar til nýr verður kjörinn. Heimildir svissneska dagblaðsins herma að hann hafi fengið stuðningsyfirlýsingar frá knattspyrnusamböndum í Aríku og Asíu, þar sem hann er hvattur til þess að endurskoða ákvörðun sína. Að sögn dagblaðsins hefur Blatter því ekki útilokað að halda stöðu sinni. Önnur ástæða fyrir mögulegu áframhaldi Blatters er brottvikning Walter de Gregorio úr starfi framkvæmdastjóra samskiptamála hjá FIFA. Hann talaði fyrir nýju upphafi FIFA og ráðlagði Blatter að hætta störfum.

Blatter sagði starfi sínu lausu 2. júní. Eftirmaður hans á að vera valinn á neyðarfundi sem verður líklega haldinn í Zurich í Sviss í desember.