Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Blaðamaður leggur ríkið í annað sinn

21.10.2014 - 08:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt Erlu Hlynsdóttur, fyrrverandi blaðamanni á DV, í hag í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ríkinu beri að greiða henni átta þúsund evrur um 1,2 milljónir króna því á henni hafi verið brotin tíunda grein sáttmálans um tjáningarfrelsi.

Erla var dæmd í Hæstarétti í febrúar 2010 fyrir meiðyrði vegna ummæla sem höfð voru eftir viðmælanda um konu Guðmundar Jónssonar, sem kenndur var við Byrgið,  í DV árið 2007. Í umfjölluninni í var vitnað til fyrrverandi heimilismanns í Byrginu sem sakaði konu Guðmundar um að hafa tekið þátt í því að misbjóða heimilismönnum þar á sama tíma og hún vann sem skólaliði.

Þetta er í annað sinn sem íslenska ríkið er dæmt til að greiða Erlu bætur vegna brota á tjáningarfrelsisákvæðum sáttmálans. Fyrir tveimur árum voru henni dæmdar bætur vegna meiðyrðadóms sem húnn fékk vegna ummæla sem hún hafði eftir viðmælenda í umfjöllun um nektardansstaðinn Strawberries.