Bláa lóninu lokað tímabundið

23.03.2020 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: Peter Stewart
Bláa lóninu verður lokað í dag og það verður lokað til 30. apríl næstkomandi. Lokunin nær til lónsins sjálfs, Silicia hótelsins, veitingastaðarins og verslana. Á vefsíðu Bláa lónsins er viðskiptavinum bent á að þeir geti breytt bókunum sínum eða afpantað. Ástæða tímabundinnar lokunnar er hert samkomubann sem nær nú meðal annars til sundstaða.

Lokun Bláa lónsins er enn ein afleiðing af heimsfaraldri kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Nú þegar hefur verið tilkynnt að fjölda hótela hefur verið lokað, Icelandair tilkynnti í morgun um uppsagnir á þriðja hundrað flugmanna og að starfshlutfall hjá 92 prósent starfsmanna yrði skert. 

Hert samkomubann felur líka í sér að hárgreiðslustofur þurfa að loka tímabundið. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi