Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Blá nótt

Mynd: Bjartmar Guðlaugsson / Facebook

Blá nótt

21.03.2018 - 14:00

Höfundar

Plata vikunnar er Blá nótt sem er 14. plata Bjartmars Guðlaugssonar.

Platan kom kom út um áramótin sl. og hefur þegar hlotið verðskuldaða athygli. Hún kom út í kringum 40 ára höfundarafmæli Bjartmars en fyrstu verk hans hljómuðu í eyrum landsmanna árið 1987. Þegar hafa a.m.k. þrjú lög fangað athygli þjóðarinnar og ber þar hæst lagið "Þegar þú sefur" sem er ljúf og falleg ballaða, en annars má finna ýmsar tónlistarstefnur á plötunni. Bjartmar fékk einvala lið með sér við vinnslu plötunnar. Tómas M. Tómasson sá um grunnútsetningar og upptökur og vann að plötunni meðan þrek leyfði, en Pálmi Sigurhjartarson tók við keflinu og kláraði plötuna. Meðal tónlistarmanna á plötunni má nefna Ásgeir Óskarsson, Eðvarð Lárusson, Sváfni Sigurðarson ofl. Blá nótt er eins og við var að búast fjölbreytt og skemmtileg og textarnir að venju í sérflokki.