Björgvin efstur í Hvalfjarðarsveit

01.06.2014 - 04:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Lokatölur eru komnar frá Hvalfjarðarsveit. Um óhlutbundna kosningu var að ræða og voru kjörsætin sjö talsins. Björgvin Helgason var hlutskarpastur og er í efsta sæti í sveitastjórn.

Í öðru sæti var Arnheiður Hjörleifsdóttir, í þriðja var Stefán Gunnar Ármannsson og í fjórða sæti var Daníel A. Ottesen. Jónella Sigurjónsdóttir var í fimmta sæti, Hjördís Stefánsdóttir var í því sjötta og Ása Helgadóttir í sjöunda. 

Á kjörskrá voru 467 og var kjörsókn 74,3 prósent. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi