Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Björgunarsveitir aðstoða við opnun Costco

18.05.2017 - 05:26
Mynd með færslu
 Mynd: Ruv.is - Costco
Fréttir af óbeislaðri innkaupagleði íslenskra neytenda við opnun nýrra verslana í gegnum tíðina hafa ekki farið framhjá verslunarstjóra amerísku Costco-verslunarinnar, sem hefur kallað eftir aðstoð björgunarsveita þegar búðin verður opnuð á þriðjudag í næstu viku.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Þar segist verslunarstjórinn, Brett Vigelskas, eiga von á því að það verði brjálað að gera á opnunardaginn. Raunar svo brjálað, að liðsmenn björgunarsveita verða á staðnum „til að aðstoða starfsfólk ef þörf verður á," segir í fréttinni.  
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV