Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Björgun af bílþaki í Landmannalaugum

26.02.2013 - 15:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Áhöfn Landhelgisgæslunnar bjargaði fimm úr sjálfheldu af bílþaki í Landmannalaugum í gær. Fjögur þeirra eru ferðamenn hér á landi, sá fimmti er Íslendingur og skipulagði ferðina. Bílnum var ekið í kvísl sem var óvenju vatnsmikil enda miklir vatnavextir í ám víða um land.

Bíllinn fylltist af vatni og fóru fimmmenningarnir upp á þak bílsins og biðu þar eftir björgun. Eins og sjá má á þessum myndum hífði áhöfn þyrlunnar fólkið upp og á land. Fjögur þeirra voru flutt á Landspítalann til aðhlynningar og voru þau útskrifuð stuttu síðar. Lögreglan á Hvolfsvelli fer með rannsókn málsins og mun taka skýrslu af öllum sem að málinu koma líkt og alltaf þegar slys og óhöpp verða. Þá sé það í skoðun hvort að ferðaþjónustufyrirtækið hafi farið ógætilega því spáin var slæm. Að sögn lögreglunnar er þetta ekki í fyrsta skipti sem umrætt fyrirtæki kemst í hann krappann með ferðamenn.