Áhöfn Landhelgisgæslunnar bjargaði fimm úr sjálfheldu af bílþaki í Landmannalaugum í gær. Fjögur þeirra eru ferðamenn hér á landi, sá fimmti er Íslendingur og skipulagði ferðina. Bílnum var ekið í kvísl sem var óvenju vatnsmikil enda miklir vatnavextir í ám víða um land.