Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Björguðu kindum í Fjörðum

05.01.2013 - 16:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Sjö kindur hafa hafst við norður í Keflavík í Fjörðum síðan í haust. Þær eru vel á sig komnar en þegar átti að sækja þær í dag voru þær ekkert svo áfjáðar í að koma heim. Mennirnir sem sóttu þær á bát þurftu að snara þær til sín.

Þórarinn Pétursson, bóndi á Grýtubakka, var ásamt félögum á sjó við Skálmabjarg yst á Eyjafirði þegar fréttastofa náði sambandi við hann. Þá voru þeir nýkomnir úr Keflavík, sem er eyðidalur í Gjögraskaga, að ná í 5 kindur. Tvær voru þá eftir og óvíst hvernig gengi að ná þeim.