Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bjartviðri um landið norðaustanvert

28.06.2018 - 05:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Búast má við suðaustanátt með morgninum, vindhraða fimm til þrettán metrar á sekúndu, og dálítilli súld eða rigningu. Heldur hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi. Heldur hægari vindur um landið norðaustanvert og bjartviðri. Suðlæg átt á morgun, fimm til tíu metrar á sekúndu. Súld eða rigning með köflum sunnanlands og einnig sums staðar á Norðurlandi. Úrkomulítið vestantil, en áfram bjart á Austurlandi. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.

Næstu daga má búast við suðlægum áttum. Vætusamt verður sunnan- og vestanlands, bjart með köflum á norðaustanverðu landinu og yfirleitt þurrt, en dálítil væta af og til um helgina. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 19 stig, hlýjast norðaustantil.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV