Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Bjarni tekur ákvörðun eftir 1-2 daga

Mynd með færslu
 Mynd:
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hyggst gefa sér 1-2 daga til að taka ákvörðun um hvort hann haldi áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hann sagði í viðtali við fréttastofu eftir þáttinn Forystusætið, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri að íhuga stöðu sína sem formaður flokksins, að hann vildi ekki taka alla sökina á slæmu gengi. Hins vegar sé óviðunandi að fylgi sé flokksins sé komið niður fyrir það sem hún var skömmu eftir hrun.

Könnun sem Viðskiptablaðið birti í dag, sem sýndi aukið fylgi við flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði formaður, hefði ýtt við sér. Sú könnunin hafi þó verið ómakleg.

Hér má sjá viðtal sem tekið var við Bjarna eftir þáttinn Forystusætið í kvöld.