Bjarni kominn til landsins

05.04.2016 - 07:05
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er kominn til landsins. Hann kom frá Bandaríkjunum eldsnemma í morgun, og lenti á Keflavíkurflugvelli nú á sjöunda tímanum.

Bjarni sagði í viðtali við fréttastofu RÚV í gær að hann ætli að funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, um leið og hann kæmi til landsins, og vildi spurður hvorki lýsa yfir vantrausti né trausti á forsætisráðherra. Hann sagði þó að ríkisstjórnin og forsætisráðherra væru í þröngri stöðu.

Fréttastofa hafði samband við Bjarna í morgunsárið, sem sagði dagskrá morgunsins ekki liggja fyrir, ekki lægi fyrir á þessari stundu hvort hann myndi fyrst funda með þingflokki Sjálfstæðismanna eða fara beint á fund forsætisráðherra.